Grab life by the balls?

'Eg fór til míns besta vinar og frænda á laugardagskvöldið. Það er ekki í frásögur færandi að ég skuli fara í kaffi til hans en þetta skiptið var frábrugðið. Þarna tókst okkur frændum að kryfja ákveðin mál til hlítar og hann opnaði augu mín fyrir ýmsu sem mætti breyta í mínu fari. Eftir okkar 3 tíma spjall, fór ég til mömmu í Hveragerði þar sem krakkarnir voru í pössun. 'Eg hélt ég væri þreyttur og lagðist uppí hjá sonum mínum tveimur fyrir miðnætti. Ekki gekk nú gangan til 'Ola lokbrár snuðrulaust, því ég fór í kjölfarið af spjalli okkar frænda að hugsa um hvað sé í rauninni hamingja. Hvað veitir manni fölskvalausa gleði sem endist? Þar sem ég lá þarna í þungum þönkum, byrjaði frumburðurinn að hrjóta.  Hljóðin minntu helst á yamaha utanborðsmótor með gangtruflanir og undir þessum vélarnið byrjaði örverpið að sprikla og uppúr mínum djúpa þankagangi hrökk ég upp, því bæði nefið og munnurinn voru orðin full af litlum tám. 'Eg lá þarna og brosti og hugsaði með mér að ég þyrfti nú ekki að leita lengra í leit minni að hamingjunni. Hún lá þarna við hliðina eða ofan á mér, sprikklandi og hrjótandi. 'Eg horfði á drengina mína með aðdáunarsvip, þeir voru eitthvað svo fullkomnir með sínar svefnraskanir. 'Eg gafst fljótt upp og fór fram í tveggja sæta leðursófann sem kostaði eflaust 5 árslaun verkamannanna sem tjösluðu honum saman útí kína. Ekki kom ég mér nú sérstaklega vel fyrir í sófagarminum enda ekki aðstaða til þess en ég taldi líkurnar meiri á að koma dúr á auga þarna en inni hjá drengjunum. Undir þessi öllu pípti svo reykskynjarinn inní þvottahúsi með svo reglulegu millibili að ég var farinn að stoppa hugann á sama augnabliki og hann pípti. 'Eg hélt að þessu væri nú að ljúka og að ég myndi ná að venjast reykskynjaranum og koma dúr á auga. En nei ekki aldeilis. Skyndilega var eins og ég væri kominn ofan í vélarrýmið á Brúarfossi! Kellingin nefnilega hraut og hóstaði til skiptis, hefði sennilega betur sleppt síðustu rettum kvöldsins. 'Eg sætti  mig loks við það að ég myndi sennilega ekki koma dúr á auga á næstunni. 'Eg hélt því áfram að leita að hamingjunni og finna út hvað gerði mig hamingjusaman. 'Eg komst að því að það er stór munur á stundargleði og hamingju. Síðustu vikur hef ég verið að uppfylla einhverja æskudrauma sem standa svo ekki undir væntingum þegar á hólminn er komið. Allt hefur snúist um að upplifa einhverja ofsagleði í smá tíma og svo er það bara búið og ekkert stendur eftir. Hamingjuna er ekki að finna í ölkrús á kaffi Rós eða Hvíta húsinu þó að vissulega fylgi henni stundum gleði. Hana er ekki að finna á 500 kúbika montpriki eða úti á golfvelli. Ekki misskilja mig, ég er ekki að fara að hætta að hjóla, fara á kaffi Rós eða að spila golf. Þessir hlutir veita mér gleði og mér finnst gott að vera glaður. Hins vegar eru allt aðrir hlutir sem veita hamingju. Hamingjan er td þegar vinum og ættingjum gengur vel og ná einhverjum áföngum í lífi sínu, þegar Bjössi í 'Uthlíð segir skemmtilega sögu, þegar jói meiðir sig og pabbi setur plástur á bágtið og allt verður betra en nýtt, þegar snæja brosir sínu fallega og einlæga brosi sem brætt gæti grænlandsjökul á augabragði, þegar ég sit við eldhúsborðið með Sólmundi og ræði heimsmálin og forsetakosningar. 'Eg finn hamingjuna ekki með því að þamba nokkra öllara til að hafa kjark í að tala við konur sem ég hef minna en engan áhuga á.  Hamingjan fann mig á þjóðhátíð í Eyjum 99". Þá var ég ekki að leita að henni. 'Eg lýsti því yfir fyrir þessa ákveðnu þjóðhátíð að ég ætlaði að verða einhleypur að eilífu. Þó að þessi hamingja hafi síðar breyst í mestu óhamingju og svartnætti sem ég hef nokkru sinni upplifað, þá segir það manni bara að andartaks kæruleysi getur sett óið fyrir framan hamingjuna. 'Eg hef til dæmis áttað mig á því að það er algjörlega nauðsynlegt fyrir mig að vera einan í töluverðan tíma meðan ég er að meðtaka alla hamingjuna sem sannarlega er allt í kringum mig. Maðurinn sem bjó til orðatiltækið "grab life by the balls" hefur að mínu mati verið að berjast við einhverja djöfla. Þvílík vitleysa þetta orðatiltæki. Það fellst engin hamingja í því að þeytast um allt leitandi að einhverju sem þú þegar átt. 'Eg hef ekkert á móti því að hafa gaman og gera skemmtilega hluti en allt hefur sín mörk. Svo er það maðurinn eða konan sem bjó til orðatiltækið "ástin læðist á tánum þegar hún kemur, en skellir hurðum þegar hún fer". Sá einstaklingur hefur verið á sama stað í lífinu og mig langar til að vera á. Leitinni að hamingjunni er lokið hjá mér því hún er hérna og hefur alltaf verið það. 'Eg þurfti bara að opna augun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Magnús Sólmundsson

Höfundur

Sigurður Magnús Sólmundsson
Sigurður Magnús Sólmundsson
Höfundur er fráskilinn þriggja barna faðir í Biskupstungum. Uppalinn Hvergerðingur. Helstu áhugamál eru samvistir við börnin mín og golf. Er forfallinn Liverpool aðdáandi.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 426

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband