Geðveiki eða snjallræði?

Nú finn ég mig einfaldlega knúinn til að skrifa nokkur orð. 'Eg hef ekki bloggað í hálft ár af þeirri einföldu ástæðu að ég hef ekki þurft að létta á mér. Mér hefur liðið ákaflega vel og sennilega aldrei liðið jafn vel og mér líður í dag. 'Astæða þess að ég ákveð nú að skrifa örlítinn texta er ekki flókin. Þrír einstaklingar sem standa mér nærri (mis nærri reyndar) hafa tekið þá ótrúlega kjarkmiklu ákvörðun að leita sér hjálpar við andlegum kvillum sínum. 'Eg þekki vel á eigin skinni hversu erfitt það er að vakna upp við það að hafa enga stjórn á eigin hugsunum, versta tilfinning í heimi! 'Eg veit líka hversu erfitt uppbyggingarferli á sér stað eftir svona brotlendingu. 'I mínu tilfelli gerðist þetta vegna skilnaðar sem ég átti sjálfur sök á. 'Eg hafði verið í sambúð í 13 ár og síðustu 3-4 árin í því sambandi var ég langt frá því að vera hálfur maður vegna nagandi samviskubits og sjálfsfyrirlitningar. Þremur mánuðum eftir skilnaðinn var ég að þrotum kominn og steig það gæfuspor að láta einn af mínum bestu vinum leggja mig inn á geðdeild. Þarna var botninum náð í mínum huga. Annað átti eftir að koma í ljós. 'I fyrstu fann ég fyrir ótrúlegri skömm og vanmáttarkennd fyrir að vera kominn á þennan stað í lífinu. Hvurslags aumingi var ég eiginlega? Það fer enginn inn á geðdeild nema einhverjir geðsjúklingar! Erfiðasta baráttan sem framundan var, var baráttan við eigin fordóma. 'Eg var einn sólarhring inni á deild 32 e og var sleppt út með þá greiningu á bakinu að ég hefði fengið taugaáfall. 'I kjölfarið hófst bataferlið sem var leitt áfram af frábæru starfsfólki geðheilbrigðissviðs Landsspítalans og þá sérstaklega Guðrúnu 'Ulfhildi Grímsdóttur Geðhjúkrunarfræðings, sem ég á afar mikið að þakka svo ekki sé meira sagt. Það nístir hjarta allra sem einhvern tímann hafa þurft að nýta sér þjónustu heilbrigðiskerfisins að sjá hversu lítinn skilning stjórnmálamenn virðast hafa á málaflokknum. 'Eg hef þurft að nota bæði þjónustu geðdeildar og bæklunardeildar á spítalanum og varð ég eiginlega forviða í báðum tilfellum yfir því hversu hæft og duglegt heilbrigðisstarfsfólk er hér á landi, vafalaust á heimsmælikvarða! 'Eg finn alltaf til með fólki sem verður fyrir því að missa tökin á sjálfu sér, en að sama skapi gleðst ég fyrir þeirra hönd, vegna þess að ég veit að í flestum tilfellum eru þau að játa það fyrir sjálfum sér og sínum nánustu að þau séu bugandi og breiskir einstaklingar. Það felst ótrúleg frelsun í því að gangast við þessu. 'I mínu tilfelli lágu nokkrar ástæður að baki því að ég fór "yfir um". Stærsta ástæðan var nagandi samviskubit sem hafði með tímanum kollvarpað öllum þeim hugmyndum sem ég hafði haft um sjálfan mig. Sjálfstraustið var ekkert og ég hafði enga hugmynd um hvernig eða hvaða einstaklingur ég væri. 'Eg var nýkominn úr 13 ára sambandi þar sem ég hafði verið einn hluti af heild:  Maki, faðir og vinur. Mér fannst eins og ég hefði ekki staðið mig í neinu af þessum hlutverkum og sjálfstraustið var í algjörum molum. 'Eg hataði sjálfan mig og fannst ég ekki hafa neinu hlutverki að gegna sem skipti nokkru máli. Það hlyti að vera betra ef ég væri ekki til. Að sjálfsögðu hafði ég herfilega rangt fyrir mér. 'Eg var nefnilega ennþá faðir, bróðir og sonur sem eru nú engin smá hlutverk, og þeir sem  sneru að þessum hlutverkum mínum, voru svo sannarlega til staðar og sýndu væntumþykju sína ítrekað í verki. Bræður mínir, Sóli og Daði, foreldrar mínir, vinir og ættingjar, voru óþreytandi í því að benda mér á hvað ég væri þeim mikilvægur og hversu góður faðir,bróðir, sonur og vinur ég væri þrátt fyrir allt. Það að ná botninum er hverjum manni hollt svo lengi sem hann spyrnir við fótum. 'Eg lít á það sem mína mestu blessun í lífinu að hafa látið leggja mig inn á 32 E því þar fékk ég þá hjálp sem ég nauðsynlega þurfti til þess að endurskilgreina sjálfan mig sem einstakling og læra að þykja vænt um þann einstakling þrátt fyrir gallana. 'I dag finnst mér ég vera miklu betri í öllum þeim hlutverkum sem mér eru ætluð í lífinu en áður. 'I bataferlinu og meðferðinni fékk ég ákveðin verkfæri til þess að takast á við þau vandamál sem lífið er stöðugt að rétta manni. 'Eg veit loksins hver ég er og hver ég vill vera. Að ná þeim áfangastað að maður sé fyllilega sáttur við sjálfan sig er lífstíðarverkefni, en ef maður gerir sér grein fyrir því að maður geti stöðugt bætt sig, þá er maður sigurvegari í lífsins leik.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert hetja frændi og góð fyrirmynd fyrir aðra. Þú átt eftir að gera gott fyrir fólk í sömu stöðu með þessum skrifum þínum! Stolt af þér!

K Svava Einarsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 10:00

2 identicon

 Takk Siggi þú ert hetja ég á ekki nógu stór orð

Gangi þér allt vel vinur 

Kveðja Sibba 

Sigurbjörg Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 11:27

3 identicon

Bara flottur elsku frændi;)

kittý frænka;) (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 12:26

4 Smámynd: Sigurður Magnús Sólmundsson

Takk elskurnar :)

Sigurður Magnús Sólmundsson, 3.10.2013 kl. 14:14

5 identicon

Flottur frændi

Sigurður Egilsson (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 16:13

6 identicon

Takk Siggi minn fyrir að deila þessu þú ert einstakur <3

Júlíana Hilmisdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 17:50

7 identicon

Góð grein hjá þér Siggi minn.

Solveig Pálmadóttir (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 18:29

8 identicon

Flott hjà þér ;)

Linda (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 21:55

9 identicon

Þetta er yndisleg lesning. Takk fyrir að deila dýrmætri reynslu þinni á svo áhrifamikinn hátt, og fyrir að leggja þitt lóð á vogarskálarnar að uppræta lífshættulega fordóma sem skaða allt samfélagið.

Vignir (IP-tala skráð) 4.10.2013 kl. 21:54

10 identicon

ADHD ??

"vel gefinn börn eiga svo miklu erviðara að fóta sig, vegna hve sterkt heiminn skynja"................

Ofsa-kvíði = taugaáfall,

Árið 98 "lenti ég í" að æla heila nótt, skjálfa sem "Víbrator-á-hæðstu stillingu" er vaknar sem og næstu mánuði ásamt að varla fólki getur mætt án verulega hækkaðs kvíða-stigs, léttast um 10kg á viku þrátt fyrir að borðir = Lífið tekur U-beyju, og aldrei verður aftur "samt", skelfur svo missmikið í ca 1-2 ár og eins og hrísla "við rétt tilefni" !

EN lærir smám saman að þekkja "hættumerkin" er hugann geta "sprengt", svo demprað getur talsvert enda orðinn "vanur" missterkum Ofsa-kvíða-köstum (taugaáföll) ..........þótt svo sannarlega sé ALDREI hægt að venjast og nánast vonlaust að forðast !

Sem barn ertu væntanlega "Geðveikur, Snarvitlaus eða svo illa uppalinn að réttast væri að lemja úr þér" og lifir í hinni endalausu spurningu "AFHVERJU ER ÉG EKKI EINS OG HINIR" ...................en finnur sennilega aldrei fullnæjgandi svar enda mun "svarið" ekki finnast fyrren þekking eykst og fordómar dofna !

Gretar Eir (IP-tala skráð) 13.10.2013 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Magnús Sólmundsson

Höfundur

Sigurður Magnús Sólmundsson
Sigurður Magnús Sólmundsson
Höfundur er fráskilinn þriggja barna faðir í Biskupstungum. Uppalinn Hvergerðingur. Helstu áhugamál eru samvistir við börnin mín og golf. Er forfallinn Liverpool aðdáandi.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband