Svefn án lyfja

Eftir að hafa liðið um ganga ikea í gær, þar sem ég var eins og Megas með fílahirðinn frá Súrin upp á arminn jóðlandi Lórelei í huganum, sofnaði ég um 2 leytið án hjálpar lyfja. Þó ég geri mér grein fyrir því að klukkan er ekki orðinn 8 þegar þessi texti er ritaður þá er ég eins og lítið barn sem stendur í lappirnar í fyrsta sinn, það byrjar ekki að hlaupa. Það stendur vaggandi og riðandi áður en það telur í sig kjark til að taka fyrsta skrefið. Eftir að fyrsta skrefið hefur verið tekið líður ekki á löngu þar til hlaupin taka við. 'I dag skal farið í ræktina, spilað golf með krökkunum og horft á Steven Gerrard lyfta enska bikarnum nú síðdegis. Þessi dagur á enga möguleika á öðru en að verða góður. Veðrið er fallegt og útí garði heyrast mér máríuerlan og starrinn vera að kveðast á. Annars er ég ekki sérlega glöggur fuglahljóð en máríuerlan á þarna í hlut, það er ég viss um. Það er mjög skrítið að sofa lítið og vera aldrei þreyttur, ekki endilega slæmt, en skrítið. 'Eg hef nú svo sem aldrei þurft mjög mikinn svefn en hef þó viljað ná 7 tímum að meðaltali. En það er stórt skref að ná að sofna án lyfja. Þegar ég var að svæfa börnin í gær, hugsaði ég með mér að ef ég gæti ekki rifið mig uppúr þessu fyrir þau, sem eru það fallegasta og besta sem guð eða guðríður eins og ég held að æðri máttarvöldin séu kölluð um þessar mundir,hafa skapað, þá er þér bara ætlað að vera í föndri og kyrrðarstund á 32d. 'Eg lýk þessum vangaveltum á orðum sem dóttir mín hefur notað til að peppa sig uppí hitt og þetta: 'Eg get, ég nenni, ég vil! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var bara að byrja lesa færslunar þínar og þykir mjög leitt að heyra að þú hafir lent í persónulegum erfiðleikum því þú hefur alltaf verið góður drengur. Skrif þín veita góða innsýn inn í þá baráttu sem fólk þarf stundum að herja við sjálfan sig og reyna brjóta niður múra á meðan að reyna byggja sig upp. Vonandi heldur þú áfram að skrifa ef það veitir þér þá kyrrð og jafnvægi til að öðlast fyrri styrk. Mundu bara það er alltaf ljós á efri hæðinni þó þú þurfir stundum að ganga upp tröppurnar í myrkri. "You'll never walk alone"

Ingó (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 10:36

2 identicon

Það eru nú greinilega fleiri en ég sem kunna að koma fyrir sig orði. Takk Ingó gamli vinur. Þarf að fara að heimsækja þig:)

Sigurður Sólmundarson (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Magnús Sólmundsson

Höfundur

Sigurður Magnús Sólmundsson
Sigurður Magnús Sólmundsson
Höfundur er fráskilinn þriggja barna faðir í Biskupstungum. Uppalinn Hvergerðingur. Helstu áhugamál eru samvistir við börnin mín og golf. Er forfallinn Liverpool aðdáandi.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband