Skylduskrif dagsins

Fékk sms áðan frá kunningja: ekkert nýtt blogg? Maður getur nú ekki brugðist dyggum lesendum. Hef nú ekki trú á að þessi færsla eigi eftir að fjölga lesendum, en ég lofaði. Fór í viðtal í morgun hjá lækninum mínum. Það var uppbyggilegt og gott, en þar sá ég að óþolinmæði mín stendur mér fyrir þrifum á leið minni til bata. Henni fannst ég í mun betra jafnvægi en á síðasta fundi, en mér fannst ekkert hafa breyst. Vorum þó sammála um að svefninn þyrfti að laga. 'I dag hefur mér liðið eins og geltum fola: Það bara vantar eitthvað! Það er skrítið að geta ekki dempað niður hugsanir sínar með góðu móti. Hugurinn er á fullu útí eitt en hver einasti vöðvi líkamans öskrar á svefn eins og offitusjúklingur á vínarbrauðslengju. Nú ætla ég að fá mér te, setjast í jógastellingu á gólfið og stilla á gufuna, hlýtur að virka. Annars var ég með líffræðikennara í Fsu sem hét Örn, honum tókst alltaf að svæfa mig, ætli hann sé til á teipi?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég luma á nokkrum svakalega svæfandi lífeðlisfræðitímum á upptökum, þær klikka ekki;)

Gunna (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 08:36

2 identicon

Bwhahaha þú ert snillingur frændi :D

KSvava (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 09:51

3 identicon

Ef ég man rétt þá vorum við í myllu mest af tímunum hans Arnar, en svæfandi var hann samt

Siggi (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 14:25

4 Smámynd: Sigurður Magnús Sólmundsson

já það var myllan sem hélt manni vakandi hluta af tímanum Siggi:)

Sigurður Magnús Sólmundsson, 9.5.2012 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Magnús Sólmundsson

Höfundur

Sigurður Magnús Sólmundsson
Sigurður Magnús Sólmundsson
Höfundur er fráskilinn þriggja barna faðir í Biskupstungum. Uppalinn Hvergerðingur. Helstu áhugamál eru samvistir við börnin mín og golf. Er forfallinn Liverpool aðdáandi.

Bloggvinir

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband