1.6.2012 | 09:14
Amma Dreki áttræð!
'I dag 1 júní á Auður Guðbrandsdóttir áttræðisafmæli. Mörgum sem þetta lesa kann að þykja þetta hversdagslegur viðburður, en í hugum allra sem til afmælisbarnsins þekkja, er þetta merkisdagur í lífi sannkallaðs stórmennis. Fyrsta minning mín tengd ömmu er frá 1980. Þetta ár varð ég þriggja ára, kaldastríðið var í algleymi og á 'Islandi átti stórviðburður eftir að eiga sér stað á vormánuðum. Jú, við skyldum eignast fyrsta lýðræðiskjörna kvenforsetann í heimi. Hún Auður amma mín lét ekki sitt eftir liggja í þessum heimsviðburði. En allavega, minningin er sú þegar að einn fagran vordag þetta merkilega ár 1980, stóð lítill og kjaftfor piltur á tröppunum hjá ömmu sinni og afa og heimtaði að fá að fara inn með grútskítugt þríhjól. Drengurinn var eftirtektarsamur og hafði fylgst með umræðu um þessar sögulegu kosningar. Amman var ekki aldeilis á því að hleypa drengspíunni inn með hjólið og hvæsti með sinni skræku og hvellnu rödd sem ekki er hægt að herma eftir á prenti, þú kemur ekki inn með hjólið grútskítugt! Drengurinn, sem þótti frekar orðheppinn eftir aldri, hvæsti til baka með enn skrækari röddu: Þá kýs ég bara Pétur eins og Hilmir afi. Það var gaman að hjóla á skítugu hjólinu inn ganginn hjá ömmu og afa:) 'A unglingsárunum bjó ég hjá afa og ömmu í eitt ár. Það var skemmtilegur tími. Við afi ræddum um kvennamál mín. Honum þótti óskaplega gaman að heyra sannar og lognar afrekssögur mínar í þeim málum. 'Eg kunni ekki að skræla kartöflur þegar ég flutti til afa og ömmu 17 ára gamall. 'Eg hélt satt að segja að þær kæmu skrældar uppúr jörðinni. Ömmu blöskraði því aðfarir mínar við skrælingarnar og lét mig heyra það. Afi sagði þá einu sinni sem oftar: Auður! Láttu ekki svona við drenginn! Hann tók kartöflurnar og skrældi oní drenginn. Því hélt hann áfram þar til hann kvaddi mjög ótímabært 3 júní 1995. Eftir að afi dó bjó ég hjá ömmu í nokkurn tíma. Við höfðum gott af félagsskap hvors annars og urðum trúnaðarvinir. Þó að bæði séum við amma mikið fyrir að tala, þá tölum við ekki mikið þegar við erum saman. Okkur nægir að sitja á móti hvort öðru og horfa á hvort annað með aðdáunarsvip. Síðast þegar ég hitti ömmu og við fórum að ræða mínar hremmingar undanfarið, þá endaði hún samtalið með því að segja: Þú ert bara yndislegur ömmustrákur sem amma elskar! Svo mörg voru þau orð, en sennilega þau orð sem mér þykir vænst um af öllum sem ég heyrt. Ef þú lest þetta amma mín er þessi ást endurgoldin að fullu. Til hamingju með daginn amma dreki:)
Um bloggið
Sigurður Magnús Sólmundsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.