21.3.2013 | 23:50
Reunion
jæja. Nú styttist í að 20 ár séu liðin frá útskrift minni frá Foldaskóla í Grafarvogi. 'I tilefni af þessum áfanga er tilhlýðilegt að slá þessu uppí eins og eitt stykki reunion. Reunion eru afar sérstakar samkomur. Þar hittist fólk sem ekki hefur hist lengi og sumum man maður bara alls ekki eftir og öfugt. Allir kinka þó kurteisislega kolli til hvors annars og brosa vandræðalega. 'A reunionum hafa allir lifað skemmtilegra og áhugaverðara lífi en þeir hafa í raun lifað, allir eiga fallegri og gáfaðri börn en þeir eiga, og flestum finnst eins og viðmælandinn hljóti að hafa það miklu betra og hafa lifað á brúninni,sérstaklega þegar viðmælandinn kastar því fram að hann hafi farið í bakpokaferðalag um evrópu og drukkið í sig ólíka menningu og smakkað framandi mat. Jú vissulega er dansaður víkivaki á ólafsvöku og skerpikjötið er sérstakt og framandi. Og jú! Færeyjar eru í evrópu. 'Eg er enn að hugsa um hverju ég á svara þegar ég verð spurður um hvað ég hafi verið að gera síðustu 20 ár. Reunion útgáfan verður líklega svona: Jú ég er búinn að ferðast mikið innanlands og utan, reka tvö fyrirtæki sem voru farsæl en ég bara missti áhugann og sneri mér að öðru. 'Eg á 3 yndisleg og falleg börn( Þetta myndi ég reyndar nota í sönnu útgáfunni líka), ég skildi reyndar við sambýliskonu mína en það er nú allt í góðu á milli okkar og við bara uxum í sundur (það er gott á milli okkar). Réttu útgáfunni ætla ég að halda fyrir mig og leyfa samnemendum mínum að geta í eyðurnar. Þrátt fyrir þetta þá hlakka ég mikið til að hitta samnemendur mína og heyra sögur af áhugaverðu lífi þeirra :)
Um bloggið
Sigurður Magnús Sólmundsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.