Munaðarlaus

'Eg hef mikið velt fyrir mér hinu pólitíska litrófi undanfarin misseri og verið að leita að mínum sess einhversstaðar í þessu litrófi, það hefur gengið afar erfiðlega og satt best að segja mjög illa. 'Eg hef tekið eftir því að fólk er ansi fljótt að láta stjórnmálaflokkana smala sér í fylkingar í stórum málum. 'Agætis dæmi um þetta er icesave málið. Vinstri menn sögðu já og þeir sem hægri sinnaðri voru, sögðu nei. Forsetakosningarnar fóru einmitt á sama veg. Vinstri menn kusu Þóru og hægrimenn kusu 'Olaf. 'I evrópumálunum er þetta þannig að vinstri menn eru almennt hlynntari esb en hægri menn. Framsóknarflokkurinn lofar leiðréttingu skulda, lækkun skulda ríkissjóðs, lægri sköttum, betra velferðarkerfi og allskonar. Sjálfstæðisflokkurinn lofar að ef þú ákveður að greiða niður höfuðstól lánsins þíns, þá er ekki tekinn skattur af þeirri upphæð. Loforð sem gagnast þeim sem hafa efni á að greiða meira en afborgun sína af lánunum og er ekki í vanskilum. Þeir vilja líka að þú notir séreignasparnaðinn til að greiða niður verðtryggð lán sem geta hækkað um 400 þús á einum degi. Hægri grænir lofa miklu þegar kemur að niðurfærslu skulda heimilanna,en eru þó einir flokka búnir að útlista nákvæmlega hvernig sú útfærsla á að eiga sér stað. 'Eg hef ekki enn séð neinn rengja að sú útfærsla sé möguleg. Vinstri flokkarnir lofa eiginlega engu, sem mér finnst dálítið heillandi verð ég að viðurkenna. 'Eg er á þeirri línu að við eigum að klára viðræður við esb og kjósa um samning, þó svo að ég hafi miklar efasemdir um að innganga sé rétta skrefið, en ég vill skoða málið með opnum huga og taka afstöðu SJÁLFUR. 'Eg sagði Nei við icesave á sínum tíma, ég kaus Hannes Bjarnason fjósamann að norðan (Framboð hans var hluti af steggjun skilst mér).'Eg er ekki sérstakur áhugamaður um háa skatta en geri mér engu að síður grein fyrir því að vegir, sjúkrahús og skólar vaxa ekki uppúr jörðinni. 'Eg á ekki húsnæði og er ekki með nein lán og þar með koma loforð B,D og G lista ekki við mig. En það er ekki hægt að kjósa bara útfrá sjálfum sér, er það? Þarf maður ekki að hugsa um heildina? Gerir fólk það? Af hverju er fólk þá í alvörunni að velta fyrir sér að kjósa framsókn? Menn tala um endurnýjun þar og að Finnur ingólfs sé búinn að segja sig úr flokknum, jú gott og vel. En bankamála og stóriðjuráðherra þeirra á árunum 1999-2006 skipar heiðurssæti í norðaustur kjördæmi. Þeir sverja af sér fortíðina en hampa henni svo um leið. Trúverðugt eða hittó. Sjálfstæðisflokkurinn er í úlfakrísu með fylgislítinn formann sem er með ríting varaformannsins í bakinu og það er stöðugt verið að snúa þeim ríting. Samfylkingin er fylgislaus. Nýrri forystu þeirra hefur ekki tekist að vinna til baka neitt af því fylgi sem tapast hefur á kjörtímabilinu. Svo eru þau heldur ekki með nein djúsí loforð. Katrínu Jakobsdóttur hefur ekki tekist að halda því litla fylgi sem vg hefur haft uppá síðkastið, þeir gætu þurrkast út. Björt framtíð er búin að missa það litla flug sem hún náði, einfaldlega vegna þess að björt framtíð er ekki eins skemmtilegur flokkur og besti flokkurinn. Þau lofa engu einhvern veginn og eru ekki nógu sexý einhvern veginn (annað en framsókn múhaha). Píratarnir eru á góðu flugi og eru svolítið heillandi kostur ef ekki væri fyrir apann sem var vondur við Hildi mína. 'Eg er reyndar  ekkert sérstakur á tölvu og er ekki alveg eins trúaður á veraldarvefinn til lausnar á öllum málum í samfélaginu og þeir. Svo kemur lýðræðisvaktin sem tapaði á því að ergja skötuhjúin á útvarpi sögu, og flokkur heimilanna sem tapar á því að vera bendlaður við skötuhjúin á Sögu. Svo eru þarna einhverjir fleiri flokkar eins og Sturla Jónsson flokkurinn sem tapar líklega mest á því að vera bendlaður við Sturla Jónsson. 'Eg er alveg týndur skal ég segja ykkur og hef enga ákvörðun tekið nema þá að fjórflokkurinn mun líklegast fá rauða spjaldið hjá mér. Þetta var miklu auðveldara þegar við höfðum Davíð :(

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Davíð elskar bjarna Ben. Svo les ég úr þessu að þú eigir að kjósa Hægri Græna.

Sigurjón Sæland (IP-tala skráð) 16.4.2013 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Magnús Sólmundsson

Höfundur

Sigurður Magnús Sólmundsson
Sigurður Magnús Sólmundsson
Höfundur er fráskilinn þriggja barna faðir í Biskupstungum. Uppalinn Hvergerðingur. Helstu áhugamál eru samvistir við börnin mín og golf. Er forfallinn Liverpool aðdáandi.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband