Að verða betri maður.

Það er svolítið merkilegt að þegar maður grefur djúpt inn í sálartetrið sitt og framreiðir sjálfan sig allsnakinn á borðið fyrir alla sem það vilja sjá, þá á fólkið í kringum mann mun auðveldara með að sýna þér sjálft sig á hátt sem það sýnir engum öðrum. Þessu hef ég fundið fyrir uppá síðkastið. Besta skýringin sem ég kann til að útskýra þetta er sú að það er auðveldara að sýna þitt rétta andlit þeim sem hafa berað sig opinberlega og hafa gengist við ófullkomleika sínum og jafnvel lært að finnast sá ófullkomleiki sinn eitthvað sem er í raun eftirsóknarvert. 'Eg hef til dæmis rætt við vini sem hafa farið í dálitla sjálfskoðun eftir að hafa lesið einvern af mínum pistlum. Einn af mínum vinum ræddi til dæmis við mig um það hvernig hann gæti orðið að betri manni. 'Eg er kannski ekki endilega rétti maðurinn til að svara þeirri spurningu en þó eflaust ekki sá vitlausasti. Þessi góðvinur er eins og ég, maður með skoðanir sem falla ekki endilega að skoðunum fjöldans, hvort sem þar er talað um stjórnmál eða lífið almennt. Svar mitt við þessari spurningu er ekkert sérstaklega flókið. Besta leiðin til að verða að betri manni er að reyna að kæfa þann hroka sinn að skoðanir manns séu merkilegri og rétthærri en skoðanir annara. Önnur leið er sú að reyna að forðast fólk sem gerir lítið úr þínum skoðunum. Þetta er reyndar ekki alltaf auðvelt því oft á tíðum eru þeir sem gera minnst úr þínum skoðunum fólk sem er þér frekar nákomið. Þá er ein leið að forðast umræður og skoðanaskipti um hluti sem þú veist að þú og viðkomandi eruð ósammála um. Hvað hefur maður ekki oft orðið vitni að fjölskylduharmleikum vegna rifrilda um pólitík og þjóðmál. Þessi góðvinur er einn af þeim sem gerir mig að betri manni í hvert sinn sem ég hitti hann. Við erum með svipaðar skoðanir á flestum hlutum og erum þeirra náttúru gæddir að vilja bæta okkur sem manneskjur en erum báðir ansi gjarnir á að reyna að fá fólk til að komast á sömu skoðun og við og það jafnvel með leiðinlegu þrasi. Þetta er eitt af því sem við höfum báðir heitið hvor öðrum að bæta í okkar fari. Flestir mínir vinir eru mér ósammála þegar kemur að stjórnmálum en við höfum náð að sigla í gegnum brimrót ólíkra skoðana með því einfaldlega að ræða ekki þá hluti sem við vitum að gera hvorn annan hálfvitlausa. Auðvitað er ekkert að heilbrigðum skoðanaskiptum á milli vina, en þú verður að vera viss um að þau skoðanaskipti endi ekki með langri fýlu, heldur endi með hlátri gleði yfir kaffibolla eða einum köldum. 'Eg tók til dæmis mjög nýlega þá ákvörðun að vera ekki að kalla yfir mig rifrildi vegna skoðanna minna á facebook. 'Eg get með sanni sagt að síðan þá hefur púlsinn varla hækkað og ég er mun sáttari við sjálfan mig fyrir vikið. Það er ekkert gaman að fá fólk uppá móti sér vegna einfaldra skoðanna. 'Eg var ekkert sérstaklega ánægður þegar mamma ákvað að kjósa framsóknarflokkinn en hún hefur sennilega ekki heldur verið ánægð með það sem ég kaus. 'I dag þá ræði ég ekki við mömmu um pólitík einfaldlega vegna þess að við getum fundið fullt af umræðuefnum sem við bæði höfum gaman af og þurfum ekki að rífast um, það á við mömmu eins og aðra í kringum mig. Tölum um það sem er skemmtilegt og áhugavert og ef fólk er ekki tilbúið til þess er best að taka Charlie Chaplin á það fólk :)

Geðveiki eða snjallræði?

Nú finn ég mig einfaldlega knúinn til að skrifa nokkur orð. 'Eg hef ekki bloggað í hálft ár af þeirri einföldu ástæðu að ég hef ekki þurft að létta á mér. Mér hefur liðið ákaflega vel og sennilega aldrei liðið jafn vel og mér líður í dag. 'Astæða þess að ég ákveð nú að skrifa örlítinn texta er ekki flókin. Þrír einstaklingar sem standa mér nærri (mis nærri reyndar) hafa tekið þá ótrúlega kjarkmiklu ákvörðun að leita sér hjálpar við andlegum kvillum sínum. 'Eg þekki vel á eigin skinni hversu erfitt það er að vakna upp við það að hafa enga stjórn á eigin hugsunum, versta tilfinning í heimi! 'Eg veit líka hversu erfitt uppbyggingarferli á sér stað eftir svona brotlendingu. 'I mínu tilfelli gerðist þetta vegna skilnaðar sem ég átti sjálfur sök á. 'Eg hafði verið í sambúð í 13 ár og síðustu 3-4 árin í því sambandi var ég langt frá því að vera hálfur maður vegna nagandi samviskubits og sjálfsfyrirlitningar. Þremur mánuðum eftir skilnaðinn var ég að þrotum kominn og steig það gæfuspor að láta einn af mínum bestu vinum leggja mig inn á geðdeild. Þarna var botninum náð í mínum huga. Annað átti eftir að koma í ljós. 'I fyrstu fann ég fyrir ótrúlegri skömm og vanmáttarkennd fyrir að vera kominn á þennan stað í lífinu. Hvurslags aumingi var ég eiginlega? Það fer enginn inn á geðdeild nema einhverjir geðsjúklingar! Erfiðasta baráttan sem framundan var, var baráttan við eigin fordóma. 'Eg var einn sólarhring inni á deild 32 e og var sleppt út með þá greiningu á bakinu að ég hefði fengið taugaáfall. 'I kjölfarið hófst bataferlið sem var leitt áfram af frábæru starfsfólki geðheilbrigðissviðs Landsspítalans og þá sérstaklega Guðrúnu 'Ulfhildi Grímsdóttur Geðhjúkrunarfræðings, sem ég á afar mikið að þakka svo ekki sé meira sagt. Það nístir hjarta allra sem einhvern tímann hafa þurft að nýta sér þjónustu heilbrigðiskerfisins að sjá hversu lítinn skilning stjórnmálamenn virðast hafa á málaflokknum. 'Eg hef þurft að nota bæði þjónustu geðdeildar og bæklunardeildar á spítalanum og varð ég eiginlega forviða í báðum tilfellum yfir því hversu hæft og duglegt heilbrigðisstarfsfólk er hér á landi, vafalaust á heimsmælikvarða! 'Eg finn alltaf til með fólki sem verður fyrir því að missa tökin á sjálfu sér, en að sama skapi gleðst ég fyrir þeirra hönd, vegna þess að ég veit að í flestum tilfellum eru þau að játa það fyrir sjálfum sér og sínum nánustu að þau séu bugandi og breiskir einstaklingar. Það felst ótrúleg frelsun í því að gangast við þessu. 'I mínu tilfelli lágu nokkrar ástæður að baki því að ég fór "yfir um". Stærsta ástæðan var nagandi samviskubit sem hafði með tímanum kollvarpað öllum þeim hugmyndum sem ég hafði haft um sjálfan mig. Sjálfstraustið var ekkert og ég hafði enga hugmynd um hvernig eða hvaða einstaklingur ég væri. 'Eg var nýkominn úr 13 ára sambandi þar sem ég hafði verið einn hluti af heild:  Maki, faðir og vinur. Mér fannst eins og ég hefði ekki staðið mig í neinu af þessum hlutverkum og sjálfstraustið var í algjörum molum. 'Eg hataði sjálfan mig og fannst ég ekki hafa neinu hlutverki að gegna sem skipti nokkru máli. Það hlyti að vera betra ef ég væri ekki til. Að sjálfsögðu hafði ég herfilega rangt fyrir mér. 'Eg var nefnilega ennþá faðir, bróðir og sonur sem eru nú engin smá hlutverk, og þeir sem  sneru að þessum hlutverkum mínum, voru svo sannarlega til staðar og sýndu væntumþykju sína ítrekað í verki. Bræður mínir, Sóli og Daði, foreldrar mínir, vinir og ættingjar, voru óþreytandi í því að benda mér á hvað ég væri þeim mikilvægur og hversu góður faðir,bróðir, sonur og vinur ég væri þrátt fyrir allt. Það að ná botninum er hverjum manni hollt svo lengi sem hann spyrnir við fótum. 'Eg lít á það sem mína mestu blessun í lífinu að hafa látið leggja mig inn á 32 E því þar fékk ég þá hjálp sem ég nauðsynlega þurfti til þess að endurskilgreina sjálfan mig sem einstakling og læra að þykja vænt um þann einstakling þrátt fyrir gallana. 'I dag finnst mér ég vera miklu betri í öllum þeim hlutverkum sem mér eru ætluð í lífinu en áður. 'I bataferlinu og meðferðinni fékk ég ákveðin verkfæri til þess að takast á við þau vandamál sem lífið er stöðugt að rétta manni. 'Eg veit loksins hver ég er og hver ég vill vera. Að ná þeim áfangastað að maður sé fyllilega sáttur við sjálfan sig er lífstíðarverkefni, en ef maður gerir sér grein fyrir því að maður geti stöðugt bætt sig, þá er maður sigurvegari í lífsins leik.

Munaðarlaus

'Eg hef mikið velt fyrir mér hinu pólitíska litrófi undanfarin misseri og verið að leita að mínum sess einhversstaðar í þessu litrófi, það hefur gengið afar erfiðlega og satt best að segja mjög illa. 'Eg hef tekið eftir því að fólk er ansi fljótt að láta stjórnmálaflokkana smala sér í fylkingar í stórum málum. 'Agætis dæmi um þetta er icesave málið. Vinstri menn sögðu já og þeir sem hægri sinnaðri voru, sögðu nei. Forsetakosningarnar fóru einmitt á sama veg. Vinstri menn kusu Þóru og hægrimenn kusu 'Olaf. 'I evrópumálunum er þetta þannig að vinstri menn eru almennt hlynntari esb en hægri menn. Framsóknarflokkurinn lofar leiðréttingu skulda, lækkun skulda ríkissjóðs, lægri sköttum, betra velferðarkerfi og allskonar. Sjálfstæðisflokkurinn lofar að ef þú ákveður að greiða niður höfuðstól lánsins þíns, þá er ekki tekinn skattur af þeirri upphæð. Loforð sem gagnast þeim sem hafa efni á að greiða meira en afborgun sína af lánunum og er ekki í vanskilum. Þeir vilja líka að þú notir séreignasparnaðinn til að greiða niður verðtryggð lán sem geta hækkað um 400 þús á einum degi. Hægri grænir lofa miklu þegar kemur að niðurfærslu skulda heimilanna,en eru þó einir flokka búnir að útlista nákvæmlega hvernig sú útfærsla á að eiga sér stað. 'Eg hef ekki enn séð neinn rengja að sú útfærsla sé möguleg. Vinstri flokkarnir lofa eiginlega engu, sem mér finnst dálítið heillandi verð ég að viðurkenna. 'Eg er á þeirri línu að við eigum að klára viðræður við esb og kjósa um samning, þó svo að ég hafi miklar efasemdir um að innganga sé rétta skrefið, en ég vill skoða málið með opnum huga og taka afstöðu SJÁLFUR. 'Eg sagði Nei við icesave á sínum tíma, ég kaus Hannes Bjarnason fjósamann að norðan (Framboð hans var hluti af steggjun skilst mér).'Eg er ekki sérstakur áhugamaður um háa skatta en geri mér engu að síður grein fyrir því að vegir, sjúkrahús og skólar vaxa ekki uppúr jörðinni. 'Eg á ekki húsnæði og er ekki með nein lán og þar með koma loforð B,D og G lista ekki við mig. En það er ekki hægt að kjósa bara útfrá sjálfum sér, er það? Þarf maður ekki að hugsa um heildina? Gerir fólk það? Af hverju er fólk þá í alvörunni að velta fyrir sér að kjósa framsókn? Menn tala um endurnýjun þar og að Finnur ingólfs sé búinn að segja sig úr flokknum, jú gott og vel. En bankamála og stóriðjuráðherra þeirra á árunum 1999-2006 skipar heiðurssæti í norðaustur kjördæmi. Þeir sverja af sér fortíðina en hampa henni svo um leið. Trúverðugt eða hittó. Sjálfstæðisflokkurinn er í úlfakrísu með fylgislítinn formann sem er með ríting varaformannsins í bakinu og það er stöðugt verið að snúa þeim ríting. Samfylkingin er fylgislaus. Nýrri forystu þeirra hefur ekki tekist að vinna til baka neitt af því fylgi sem tapast hefur á kjörtímabilinu. Svo eru þau heldur ekki með nein djúsí loforð. Katrínu Jakobsdóttur hefur ekki tekist að halda því litla fylgi sem vg hefur haft uppá síðkastið, þeir gætu þurrkast út. Björt framtíð er búin að missa það litla flug sem hún náði, einfaldlega vegna þess að björt framtíð er ekki eins skemmtilegur flokkur og besti flokkurinn. Þau lofa engu einhvern veginn og eru ekki nógu sexý einhvern veginn (annað en framsókn múhaha). Píratarnir eru á góðu flugi og eru svolítið heillandi kostur ef ekki væri fyrir apann sem var vondur við Hildi mína. 'Eg er reyndar  ekkert sérstakur á tölvu og er ekki alveg eins trúaður á veraldarvefinn til lausnar á öllum málum í samfélaginu og þeir. Svo kemur lýðræðisvaktin sem tapaði á því að ergja skötuhjúin á útvarpi sögu, og flokkur heimilanna sem tapar á því að vera bendlaður við skötuhjúin á Sögu. Svo eru þarna einhverjir fleiri flokkar eins og Sturla Jónsson flokkurinn sem tapar líklega mest á því að vera bendlaður við Sturla Jónsson. 'Eg er alveg týndur skal ég segja ykkur og hef enga ákvörðun tekið nema þá að fjórflokkurinn mun líklegast fá rauða spjaldið hjá mér. Þetta var miklu auðveldara þegar við höfðum Davíð :(

Veikindi

Kostir þess að vera einhleypur svona heilt yfir, eru margir. Þegar maður er með flensu eru þeir nákvæmlega engir. Það er þekkt staðreynd að karlmenn verða mun veikari en konur þegar þeir á annað borð veikjast. Við verðum agnarsmáir og þurfum extra mikinn skammt af umhyggju þegar veikindi standa yfir. Við viljum láta fóðra okkur, klappa okkur og láta tala við okkur eins og við séum ungabörn. Nú er ég búinn að liggja í einn sólarhring og ég er svo veikur að mig verkjar í fingurna við það eitt að rita þennan einfalda texta. 'Eg var td orðinn svangur og neyddist til að klæða mig í úlpu og trefil og berjast útí Bjarnabúð að versla. Ekki er matarlystin mikil en ég geri mér þó grein fyrir að ég þarf að nærast til að takast á við þessi gríðarlega erfiðu veikindi sem eru fordæmalaus í mannkynssögunni hvað kvalir varðar. Eitthvað smálegt og misgáfulegt er týnt í körfu og staulast að kassanum. Kristinn í Bjarnabúð sér hversu kvalinn múrarinn hans er. Hann er karlmaður og er nýbúinn að vera lasinn sjálfur og aumkar sig yfir kallinn og stingur hálsbrjóstsykri og fréttablaði í pokann í sárabætur. Hvort að þetta er gert af umhyggju einni saman eða þeirri bláköldu staðreynd að ég var búinn að lofa að múra aðeins fyrir hann í vikunni skal ósagt látið. 'Eg kem heim og ákveð að fíra uppí ofninum og skella þessari líka girnilegu Goodfellas pizzu í ofninn. Djöfullinn! Ofnskúffan er skítug! Aðframkominn af heilsubrest myndast ég við það að þvo helv skúffuna og bölva því hvers vegna í ósköpunum ég keypti ekki elhúsvask sem er nógu stór fyrir ofnskúffuna. Jæja, þetta hefst nú allt fyrir rest og pizzan smakkast ágætlega, þessi eina sneið sem ég næ að nauðga ofan í mig. 'Eg þarf að taka á öllu sem ég á að fara ekki á spjallið á facebook og reyna að ná mér í konu svo ég þurfi aldrei að vera einn og yfirgefinn framar með hálsbólgu, hita og kvef, eins og eitt af þessu væri ekki nóg. Það er sennilega afar vanhugsað að fara á spjallið og finna sér konu í þessu hræðilega ástandi. Sumir lesendur myndu kannski vilja snúa þessum texta upp á haus og láta sér detta í hug að höfundur sé að fiska eftir vorkunn. Það er af og frá. Mér líður bara illa, er lítill og lasinn og vildi láta sem flesta vita af því, það er allt annar hlutur ;)

Reunion

jæja. Nú styttist í að 20 ár séu liðin frá útskrift minni frá Foldaskóla í Grafarvogi. 'I tilefni af þessum áfanga er tilhlýðilegt að slá þessu uppí eins og eitt stykki reunion. Reunion eru afar sérstakar samkomur. Þar hittist fólk sem ekki hefur hist lengi og sumum man maður bara alls ekki eftir og öfugt. Allir kinka þó kurteisislega kolli til hvors annars og brosa vandræðalega. 'A reunionum hafa allir lifað skemmtilegra og áhugaverðara lífi en þeir hafa í raun lifað, allir eiga fallegri og gáfaðri börn en þeir eiga, og flestum finnst eins og viðmælandinn hljóti að hafa það miklu betra og hafa lifað á brúninni,sérstaklega þegar viðmælandinn kastar því fram að hann hafi farið í bakpokaferðalag um evrópu og drukkið í sig ólíka menningu og smakkað framandi mat. Jú vissulega er dansaður víkivaki á ólafsvöku og skerpikjötið er sérstakt og framandi. Og jú! Færeyjar eru í evrópu. 'Eg er enn að hugsa um hverju ég á svara þegar ég verð spurður um hvað ég hafi verið að gera síðustu 20 ár. Reunion útgáfan verður líklega svona: Jú ég er búinn að ferðast mikið innanlands og utan, reka tvö fyrirtæki sem voru farsæl en ég bara missti áhugann og sneri mér að öðru. 'Eg á 3 yndisleg og falleg börn( Þetta myndi ég reyndar nota í sönnu útgáfunni líka), ég skildi reyndar við sambýliskonu mína en það er nú allt í góðu á milli okkar og við bara uxum í sundur (það er gott á milli okkar). Réttu útgáfunni ætla ég að halda fyrir mig og leyfa samnemendum mínum að geta í eyðurnar. Þrátt fyrir þetta þá hlakka ég mikið til að hitta samnemendur mína og heyra sögur af áhugaverðu lífi þeirra :)

'Island í dag!

'Eg horfði á þáttinn 'Island í dag áðan og get ekki orða bundist yfir þessu ömurlega sjónvarpsefni. Þau byrjuðu þáttinn á að sýna foreldra sem fengu eitthvað vöðvabúnt til að mála sig grænan og mæta í þriggja ára afmæli sonar síns sem Hulk. Skilaboðin eru þau að ef að þriggja ára barninu þínu dettur í hug að fá Hulk í þriggja ára afmælið sitt þá átt þú að láta það eftir þeim. Krakkagreyið var náttúrulega skíthrætt við þennan grænmálaða lyftingamann en þetta var nú allt orðið æðislegt eftir smástund. Það hafa náttúrulega allir efni á því að fá lyftingamann í ofurhetjulíki í barnaafmæli! Eins og þetta væri ekki nóg. Nei, síðan kom fólk sem hafi grennst voða mikið og breytt um líferni eftir að dóttir konunnar hafði spurt mömmuna af hverju hún væri svona feit? Hvað með foreldra sem eru kannski í yfirvigt og hafa verið að horfa á þennan þátt með börnum sínum. Þau börn fá þau skilaboð að foreldrar þeirra séu annars flokks. 'A meðan 'Island í dag býr til kýli í samfélaginu með sinni umfjöllun, þá stingur kastljós á önnur. 'Eg ætla að sniðganga þennan sjónvarpsþátt héðan í frá, það er ljóst. En annars er ég bara nokkuð hress ;)

Grab life by the balls?

'Eg fór til míns besta vinar og frænda á laugardagskvöldið. Það er ekki í frásögur færandi að ég skuli fara í kaffi til hans en þetta skiptið var frábrugðið. Þarna tókst okkur frændum að kryfja ákveðin mál til hlítar og hann opnaði augu mín fyrir ýmsu sem mætti breyta í mínu fari. Eftir okkar 3 tíma spjall, fór ég til mömmu í Hveragerði þar sem krakkarnir voru í pössun. 'Eg hélt ég væri þreyttur og lagðist uppí hjá sonum mínum tveimur fyrir miðnætti. Ekki gekk nú gangan til 'Ola lokbrár snuðrulaust, því ég fór í kjölfarið af spjalli okkar frænda að hugsa um hvað sé í rauninni hamingja. Hvað veitir manni fölskvalausa gleði sem endist? Þar sem ég lá þarna í þungum þönkum, byrjaði frumburðurinn að hrjóta.  Hljóðin minntu helst á yamaha utanborðsmótor með gangtruflanir og undir þessum vélarnið byrjaði örverpið að sprikla og uppúr mínum djúpa þankagangi hrökk ég upp, því bæði nefið og munnurinn voru orðin full af litlum tám. 'Eg lá þarna og brosti og hugsaði með mér að ég þyrfti nú ekki að leita lengra í leit minni að hamingjunni. Hún lá þarna við hliðina eða ofan á mér, sprikklandi og hrjótandi. 'Eg horfði á drengina mína með aðdáunarsvip, þeir voru eitthvað svo fullkomnir með sínar svefnraskanir. 'Eg gafst fljótt upp og fór fram í tveggja sæta leðursófann sem kostaði eflaust 5 árslaun verkamannanna sem tjösluðu honum saman útí kína. Ekki kom ég mér nú sérstaklega vel fyrir í sófagarminum enda ekki aðstaða til þess en ég taldi líkurnar meiri á að koma dúr á auga þarna en inni hjá drengjunum. Undir þessi öllu pípti svo reykskynjarinn inní þvottahúsi með svo reglulegu millibili að ég var farinn að stoppa hugann á sama augnabliki og hann pípti. 'Eg hélt að þessu væri nú að ljúka og að ég myndi ná að venjast reykskynjaranum og koma dúr á auga. En nei ekki aldeilis. Skyndilega var eins og ég væri kominn ofan í vélarrýmið á Brúarfossi! Kellingin nefnilega hraut og hóstaði til skiptis, hefði sennilega betur sleppt síðustu rettum kvöldsins. 'Eg sætti  mig loks við það að ég myndi sennilega ekki koma dúr á auga á næstunni. 'Eg hélt því áfram að leita að hamingjunni og finna út hvað gerði mig hamingjusaman. 'Eg komst að því að það er stór munur á stundargleði og hamingju. Síðustu vikur hef ég verið að uppfylla einhverja æskudrauma sem standa svo ekki undir væntingum þegar á hólminn er komið. Allt hefur snúist um að upplifa einhverja ofsagleði í smá tíma og svo er það bara búið og ekkert stendur eftir. Hamingjuna er ekki að finna í ölkrús á kaffi Rós eða Hvíta húsinu þó að vissulega fylgi henni stundum gleði. Hana er ekki að finna á 500 kúbika montpriki eða úti á golfvelli. Ekki misskilja mig, ég er ekki að fara að hætta að hjóla, fara á kaffi Rós eða að spila golf. Þessir hlutir veita mér gleði og mér finnst gott að vera glaður. Hins vegar eru allt aðrir hlutir sem veita hamingju. Hamingjan er td þegar vinum og ættingjum gengur vel og ná einhverjum áföngum í lífi sínu, þegar Bjössi í 'Uthlíð segir skemmtilega sögu, þegar jói meiðir sig og pabbi setur plástur á bágtið og allt verður betra en nýtt, þegar snæja brosir sínu fallega og einlæga brosi sem brætt gæti grænlandsjökul á augabragði, þegar ég sit við eldhúsborðið með Sólmundi og ræði heimsmálin og forsetakosningar. 'Eg finn hamingjuna ekki með því að þamba nokkra öllara til að hafa kjark í að tala við konur sem ég hef minna en engan áhuga á.  Hamingjan fann mig á þjóðhátíð í Eyjum 99". Þá var ég ekki að leita að henni. 'Eg lýsti því yfir fyrir þessa ákveðnu þjóðhátíð að ég ætlaði að verða einhleypur að eilífu. Þó að þessi hamingja hafi síðar breyst í mestu óhamingju og svartnætti sem ég hef nokkru sinni upplifað, þá segir það manni bara að andartaks kæruleysi getur sett óið fyrir framan hamingjuna. 'Eg hef til dæmis áttað mig á því að það er algjörlega nauðsynlegt fyrir mig að vera einan í töluverðan tíma meðan ég er að meðtaka alla hamingjuna sem sannarlega er allt í kringum mig. Maðurinn sem bjó til orðatiltækið "grab life by the balls" hefur að mínu mati verið að berjast við einhverja djöfla. Þvílík vitleysa þetta orðatiltæki. Það fellst engin hamingja í því að þeytast um allt leitandi að einhverju sem þú þegar átt. 'Eg hef ekkert á móti því að hafa gaman og gera skemmtilega hluti en allt hefur sín mörk. Svo er það maðurinn eða konan sem bjó til orðatiltækið "ástin læðist á tánum þegar hún kemur, en skellir hurðum þegar hún fer". Sá einstaklingur hefur verið á sama stað í lífinu og mig langar til að vera á. Leitinni að hamingjunni er lokið hjá mér því hún er hérna og hefur alltaf verið það. 'Eg þurfti bara að opna augun.

Amma Dreki áttræð!

'I dag 1 júní á Auður Guðbrandsdóttir áttræðisafmæli. Mörgum sem þetta lesa kann að þykja þetta hversdagslegur viðburður, en í hugum allra sem til afmælisbarnsins þekkja, er þetta merkisdagur í lífi sannkallaðs stórmennis. Fyrsta minning mín tengd ömmu er frá 1980. Þetta ár varð ég þriggja ára, kaldastríðið var í algleymi og á 'Islandi átti stórviðburður eftir að eiga sér stað á vormánuðum. Jú, við skyldum eignast fyrsta lýðræðiskjörna kvenforsetann í heimi. Hún Auður amma mín lét ekki sitt eftir liggja í þessum heimsviðburði. En allavega, minningin er sú þegar að einn fagran vordag þetta merkilega ár 1980, stóð lítill og kjaftfor piltur á tröppunum hjá ömmu sinni og afa og heimtaði að fá að fara inn með grútskítugt þríhjól. Drengurinn var eftirtektarsamur og hafði fylgst með umræðu um þessar sögulegu kosningar. Amman var ekki aldeilis á því að hleypa drengspíunni inn með hjólið og hvæsti með sinni skræku og hvellnu rödd sem ekki er hægt að herma eftir á prenti, þú kemur ekki inn með hjólið grútskítugt! Drengurinn, sem þótti frekar orðheppinn eftir aldri, hvæsti til baka með enn skrækari röddu: Þá kýs ég bara Pétur eins og Hilmir afi. Það var gaman að hjóla á skítugu hjólinu inn ganginn hjá ömmu og afa:) 'A unglingsárunum bjó ég hjá afa og ömmu í eitt ár. Það var skemmtilegur tími. Við afi ræddum um kvennamál mín. Honum þótti óskaplega gaman að heyra sannar og lognar afrekssögur mínar í þeim málum. 'Eg kunni ekki að skræla kartöflur þegar ég flutti til afa og ömmu 17 ára gamall. 'Eg hélt satt að segja að þær kæmu skrældar uppúr jörðinni. Ömmu blöskraði því aðfarir mínar við skrælingarnar og lét mig heyra það. Afi sagði þá einu sinni sem oftar: Auður! Láttu ekki svona við drenginn! Hann tók kartöflurnar og skrældi oní drenginn. Því hélt hann áfram þar til hann kvaddi mjög ótímabært 3 júní 1995. Eftir að afi dó bjó ég hjá ömmu í nokkurn tíma. Við höfðum gott af félagsskap hvors annars og urðum trúnaðarvinir. Þó að bæði séum við amma mikið fyrir að tala, þá tölum við ekki mikið þegar við erum saman. Okkur nægir að sitja á móti hvort öðru og horfa á hvort annað með aðdáunarsvip. Síðast þegar ég hitti ömmu og við fórum að ræða mínar hremmingar undanfarið, þá endaði hún samtalið með því að segja: Þú ert bara yndislegur ömmustrákur sem amma elskar! Svo mörg voru þau orð, en sennilega þau orð sem mér þykir vænst um af öllum sem ég heyrt. Ef þú lest þetta amma mín er þessi ást endurgoldin að fullu. Til hamingju með daginn amma dreki:)

Tapað-fundið.

Pungur tapaðist! Talið er að hann hafi dottið undan eigandanum fyrir utan bónus í Hveragerði. Góð fundarlaun í boði! Já ég er orðinn alger kelling! Fyrir mánuði síðan fór ég í krónuna að versla. Kassakvittunin leit svona út: Bacon, nýmjólk, fínt samlokubrauð, 2l fanta, 6 egg, bugles snakk, hraunbitar, hárgel og senseo dark roast brjóstapúðar. 'Eg labbaði burt úr þessari ferð með 2 poka og 2 kúlur í öðrum þeirra. Kassakvittunin í dag leit svona út: Appelsínusafi, kíví,bananar,tómatar, pistasíuhnetur, 2l kristall, hafrakoddar, tannkrem,sólkjarnarúgbrauð,græn vínber og lífrænt te. 'Eg leit fólk sem verslaði svona inn hornauga um leið og ég henti bananastöngum og baconi í körfuna mína. Mér fannst þetta algerir pungleysingjar. En ég átta mig svo sem á því að þessu liði hefur samt liðið vel. Það breytir því ekki að ég á erfitt með að sætta mig að ég sé orðinn pungleysingi. 'Eg ætla nú samt að reyna þetta eitthvað áfram og ef ekki vill betur þá get ég kannski hent tveimur vínberjum í einn poka af lífræna teinu mínu og hengt hann á vininn.

14x82

Frábær helgi að baki með englunum, þó ekki englum alheimsins eins og forðum. Litlu sveitabörnin eru að fúnkera gífarlega vel í þéttbýlinu. Þau eru eins og lömb að vori, hoppa og skoppa um allt þorp og svo tekur það gamla manninn hálfan daginn að smala þeim saman. Unglingurinn vildi vera eftir hjá pabba sínum. Held að hann hafi haldið að hann myndi sleppa við að læra undir stærðfræðipróf. Nei, kallinn hefur nefnilega sambönd og vissi af prófinu. Hann bað mig að leggja fyrir sig margföldunardæmi því dæmin í bókinni séu svo létt. 'Eg átti nú fullt í fangi með þau engu að síður en það er kannski ekki að marka það. 'Eg bý nú svo vel að eiga vasareikni í símanum og er búinn að þyngja dæmin smátt og smátt. Nú bölvar hann dæminu sem ég setti upp fyrir hann. Hann er alveg tilbúinn að þræta við vasareikninn, útkoman er 1128 en ekki 1148! Ekki veit ég hvaðan þessi þrjóska kemur. Sá í gærkvöldi frétt inn á dv.is um konu sem var handtekin fyrir að stunda kynlíf. Mikið öfunda ég þessa konu af kynlífinu. Veit samt ekki hvort ég sé tilbúinn til að sitja inni í 3 ár fyrir einn sjortara! Og þó! 'Eg á ekki á hættu að verða handtekinn fyrir þessa iðju nema þá kannski að mér yrði brátt í brók á ferð minni um sveitina, en ég hugsa að Geir og Grani myndu nú sjá í gegnum fingur sér með það. Annars er lífið gott, veðrið fallegt, og golfvellirnir koma einstaklega vel undan vetri.  'Eg fór á Haukadalsvöll í dag og lét óbeislaða kynorku mína bitna á kúlunum hvítu. 'Eg mæli ekki með golfi fyrir þurfandi menn. Þetta er alltof kynferðisleg íþrótt. Þú notar kylfu og kúlur til að komast í holu. Já sæll!  

 


Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Magnús Sólmundsson

Höfundur

Sigurður Magnús Sólmundsson
Sigurður Magnús Sólmundsson
Höfundur er fráskilinn þriggja barna faðir í Biskupstungum. Uppalinn Hvergerðingur. Helstu áhugamál eru samvistir við börnin mín og golf. Er forfallinn Liverpool aðdáandi.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband