Færsluflokkur: Bloggar
7.5.2012 | 23:14
Skylduskrif dagsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.5.2012 | 20:32
Hetja?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2012 | 08:28
Svefn án lyfja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2012 | 21:58
Manía í IKEA
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2012 | 08:40
Bataferlið 2 hluti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.5.2012 | 15:00
Bataferlið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.5.2012 | 16:00
Eftirköstin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.4.2012 | 18:28
2 dagar með Englum alheimsins
Dagurinn er 29 apríl. 'Eg ligg í rúmi á sjúkrastofu 2.07 á deild 32d á landsspítalanum við Hringbraut. Stofan er stór með hvítmáluðum veggjum, stórum gluggum sem snúa út að innganginum í bygginguna og gulum gardínum með laufblöðum sem einver af fyrri gestum hér, hefur látið reiði sína bitna á. Mig undrar það ekki, svo ljótar eru þær. Hjúkrunarkonan spyr hvort það sé óhætt að skilja mig einan eftir. 'Eg svara því játandi og segi henni að það sé fyrir neðan mína virðingu að hengja mig í svona ljótum gardínum, þó að sjálfsvirðingin sé í sögulegu lágmarki. 'Eg gæti svo sem dundað mér við það að plokka flögnuðu málninguna af veggjunum og éta hana,en ég hugsa að ég myndi lifa marga sem þetta lesa með þeirri aðferð. Hjúkkan tekur mig trúanlegan og yfirgefur stofuna. 'Eg ligg og stari útí loftið. 'I höfði mínu ómar " Stórir strákar fá raflost" með Bubba. 'Ur stofu á ganginum byrjar "fljúga hvítu fiðrildin" að hljóma. Ef ég vissi ekki betur hefði ég haldið að konan sem framkallaði þessi hljóð hefði verið lögð inn vegna lagleysis. 'I gegnum hugann þjóta fjölmargar misgáfulegar hugsanir og ég kenni öllum öðrum en sjálfum mér um það hvernig fyrir mér er komið. 'Eg kemst þó að því eftir nokkurra klukkustunda rússíbanareið um mitt helsjúka höfuð, að þetta sé alheimssamsæri þar sem Jóhanna Sigurðardóttir sé sennilega forsprakki. Það er sunnudagur, og síðan á miðvikudag hef ég sofið í tíu tíma samtals. Um fimmleytið kemur síðhærður grannvaxinn maður í ljótum fötum, askvaðandi inn ganginn og stefnir á stofuna mína. 'Eg stífna allur upp og hugsa með mér að þarna sé á ferðinni geðsjúklingur sem ætlar að lumbra á mér. Hann rýkur inní herbergið og spyr hvort ég sé búinn að vera fullur í marga daga. Skjálfandi af hræðslu svara ég því neitandi, hann segir ok og í því kemur hjúkkan inn og ég hugsa með mér að nú verði ógnvaldurinn fjarlægður. Ætlaður geðsjúklingur byrjaði að þylja lyfjaheiti í hjúkkuna og segir henni að gefa mér "rotara" um kvöldið. 'Eg hugsaði með mér að þessi væri svona eins og Margeir Orri Einarsson úr sjónvarpsþáttunum Heimsendi. Mér til mikillar undrunar, jánkar hjúkkan því sem síðhærði maðurinn sagði, og þau gengu saman út. 'I hverju er ég lentur! Þetta er atburðarrás sem gæti vel verið skrifuð af Ragnari Bragasyni. Þegar ég var búinn að fá mér nokkra bita af einhverju sem líktist fisk í raspi, kom Sólmundur bróðir minn með föt handa mér. Hann er skemmtikraftur og stóð undir þeirri nafngift, því hann hafði greinilega eytt miklum tíma í fataskápnum sínum og reynt að finna geðsjúklingslegustu föt sem hann átti. Þegar Sóli er farinn bið ég gæslumanninn um að fá að fara í sturtu. Hann réttir mér handklæði og tannbursta og segir mér að taka tannburstann aftur með mér inná stofu þegar ég sé búinn, það sé nefnilega svolítið súr húmor hérna á deildinni. Þarf að segja meira? 'Eg fór inní reykkompu að fá mér síðustu rettu dagsins. Gæslumaðurinn réttir mér kveikjara en ég segist ekki þurfa hann því ég sé með eld. Hann segir mér að það sé stranglega bannað. 'Eg er ekki hissa á því. Það væri löngu búið að brenna gluggatjöldin ljótu ef eldfæri væru leyfð. 'Eg hafði meira að segja látið mér detta það í hug. 'Eg rölti fram í anddyri og rek augun í dagsskrá morgundagsins: Hádegismatur, kyrrðarstund, leikfimi, föndur og hópganga. 'Eg er einmitt að fara í göngutór með hóp af geðsjúklingum! Ye right! Eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir, þá er þessi texti ritaður af manni í miklu andlegu ójafnvægi, með ríka fordóma fyrir gagnvart sínum eigin þjóðfélagshóp. Nei, höfundur textans er ekki Þráinn Bertelsson! Eitt af mörgum krefjandi verkefnum næstu missera er að vinna bug á þessum fordómum. Jæja, þá er "rotarinn" farinn að kicka inn. (geisp). Lifið (geð)heil.
Dagurinn er 30 apríl 2012
'Eg vakna á stofu 2.07 á deild 32d. 'Eg staulast fram um 7 leytið eftir ágætan 7 tíma svefn. 'Eg þarf að bíða til 8 eftir morgunmatnum. 'Eg les fréttablaðið spjaldanna á milli og gæði mér svo á volgum hafragraut og brauði með osti. 'Eg las blöðin og ráfaði um gangana þar til læknirinn kom og tók við mig viðtal. Þetta var snyrtilegur og ljúfur maður í hvítum slopp, annað en síðhærði rokkarinn frá í gær. Mér til mikillar furðu, segir hann mér í lok samtalsins að ég megi bara fara heim. Maðurinn er greinilega ekki starfi sínu vaxinn. Hann sendir mig í burtu með leiðbeiningar um hver næstu skref séu og eitt glas með slatta af svefnlyfjum. Hann sagði mér að ég þyrfti að koma nokkrum sinnum í viðtöl og ég ætti að fara að hreyfa mig. 'Eg er öfundsverður af mörgum því ég er með uppáskrifað af lækni að ég eigi að spila golf. 'Eg kvaddi lækninn og starfsfólkið með virktum og þakkaði þeim fyrir ánægjulega dvöl. Nú er ég vonandi staddur neðst í brekku og leiðin liggur uppávið. 'Eg vill þakka Föður mínum, stjúpu, móður, Sóla,Daða, vinnuveitendum og öðrum sem sent hafa mér kveðjur og hlýja strauma. Síðast en ekki síst vill ég þakka Birni Kjartanssyni vini mínum fyrir að leiða mig í rétta átt. Nú verður einn dagur tekinn fyrir í einu. 'Eg ætla að ljúka þessari dagbókarfærslu með orðatiltæki sem Hilmir afi minn greip oft til. Það verður hver að fljúga eins og hann er fiðraður;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Sigurður Magnús Sólmundsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar