Færsluflokkur: Bloggar

Allt eins og það á að vera.

Allt komið í ró. Krakkarnir búin að borða og horfa á múmínálfana. Unglingurinn á heimilinu á útstáelsi. Við erum ekki nógu töff. 'I gegnum kliðinn frá snorkstelpunni og míu litlu heyrist veikt hljóð í Ingó veðurguð að mjálma" Ef ég ætti konu". Þetta er síminn minn. Hinum megin á línunni er Gísli Tómasson að tilkynna mér að Gylfi, Rúnar og Megas séu að spila á kaffi rós. Þetta vissi ég vel og en það er pabbahelgi. Við ákváðum að fara næst þegar þeir væru í uþb 200 km radíus frá okkur. 'Eg er í leiðinlega góðu jafnvægi og ég held að skáldagyðjan sé farin að halda fram hjá mér með einhverjum öðrum. 'Eg er nú samt að vona að hún komi til baka og sjái að grasið er ekki grænna hinum megin við lækinn. 'Eg er nefnilega byrjaður á bókinni. Þetta verður einhver leiðinlegasta skrudda íslenskrar bókmenntasögu ef innblásturinn fer ekki að aukast. Þessum bloggfærslum mínum fer nú líklega að fækka ört. 'Eg ætla að einbeita mér að bókinni. Það er svo lítið að gerast í mínu lífi um þessar mundir að það er engan veginn fréttnæmt. Það nennir enginn að lesa um samanbrotinn þvott og skúringar. Ekki nenni ég að vera eins og Hildur Lillendal og Eiður Guðnason, reyna að leita uppi kalla sem hata konur og málfræðivillur hjá fjölmiðlafólki. Þetta hljóta að vera ókrýndur kóngur og drottning leiðindanna á 'Islandi. Eða á ég að segja kóngur og kóngur eða drottning og drottning? 'Eg gæti lent á lista yfir karla sem hata konur fyrir að kynbinda fólk svona. 'Eg sem er þekktur fyrir takmarkalausa ást mína á kvenþjóðinni. Það er eitthvað svo vinalegt að sitja við eldhúsborðið með bolla af skógarberjatei og skrifa með óminn af blessuðum múmíálfunum í bakgrunni. Það eru þessir litlu hlutir sem við gleymum að vegsama. Þeir eru ómissandi í hinu stóra samhengi. Lifið geðheil:)

Að vera áhangandi!

'Eg er í eðli mínu svolítið mikill áhangandi. 'Eg á það til að standa þétt við bakið á fólki sem á í einhverjum deilum og leggja síðan fæð á hinn deiluaðilann. Oft er það tilhneiging mín að horfa á eina hlið teningsins og hlusta ekki á rök. Þetta er eitt af mörgu sem ég þarf að laga í mínu fari. Eitt dæmið er t.d ást mín á liverpool og hatur á öllum hinum liðunum. 'Eg er ekki sérstaklega rökfastur þegar ég lendi í deilum við man utd menn. 'Eg held mikið uppá Robert Downey jr, Robbie Williams, John Daly í golfinu, Herbert Guðmundsson, Gylfa, Rúnar og megas, Maradonna og Paul Gasgoigne í fótboltanum. Allir eiga þessir menn það sameiginlegt að hafa runnið á rassinn á svelli lífsins. 'Eg finn einhverja tengingu við menn sem eru breiskir, kannski vegna eigin breiskleika. Fyrst að ég hef haldið svona mikið uppá þessa einstaklinga, sem flestir eru grálúsugir af syndum, hví skyldi ég þá ekki halda uppá sjálfan mig? 'Eg ætla að verða eins og þessir menn, ætla að rísa uppúr öskustónni eins og fönix forðum, með í það minnsta einn brjálaðan aðdáanda, mig sjálfan! Lifið geðheil:)

Næstum útskrifaður

Næst síðasta viðtalið í morgun hjá mínum ágæta lækni. Við erum bæði nokkuð sátt við það sem henni hefur tekist að laga í mínu fársjúka sálartetri. Henni myndi nú sennillega ekki duga starfsaldurinn til að koma mér í fullkomið stand en það hefur heldur engum bílasmið tekist að breyta Trabant í Bens. Þetta verður sem sagt ekkert mikið betra. 'Eg komst nú samt að því í dag að hugsunin er komin svolítið langt fram úr hjartanu. Hvað meina ég með því? Jú, ég er farinn að hugsa fram í tímann og gera áætlanir útfrá þeim forsendum sem ég hef í dag, en hjartað er enn í fortíðinni. 'Eg trúi því að hjartað nái hugsuninni þegar fram líða stundir. Það sagði enginn að það ætti að vera auðvelt að skilja og það er það svo sannarlega ekki. Fólk er nú samt alltaf að gera þetta og flestir lifa bara ágætu lífi eftir skilnað. Það ætla ég líka að gera. Hér eftir mun ég leggja mig fram um það að gera ekki sömu mistök og ég gerði. 'Eg get því miður, ekki frekar en aðrir, breytt fortíðinni. 'Eg get samt reynt að verða betri maður og forðast að fara villu vegar. Það er erfitt að breyta fólki en fyrst ég gat breyst svona mikið til hins verra, þá hlýt ég að geta breyst til hins betra. Hver er sinnar gæfu smiður og ég ætla að reyna að fínsmíða mína með hjálp fjölskyldu og vina. Það hefur verið tilhneiging mín að horfa fram hjá góðum hlutum sem eru að gerast í kringum mig en hér eftir ætla ég koma auga á þá með vökulu auga. Þessi pistlaskrif mín munu sennilega brátt taka enda þar sem ég hef verið að nota þau í læknandi tilgangi. Nú sé ég nefnilega fram á að ég þurfi ekki lengur að ausa úr sorphaug sálarinnar þar sem sá haugur er nú hverfandi. Einhverja pistla ætla ég þó að skrifa í viðbót. 'Eg ætla að enda þennan pistil á orðum Margeirs Orra Einarssonar: 'Eg heiti Sigurður Magnús Sólmundarson og ég er í góðum bata og fullkomnu jafnvægi! Lifið geðheil.

'I kjallaranum

Þá er kjallarinn í Birkilundi að taka á sig mynd mannabústaðar, SMS myndirnar komnar upp og að sjálfsögðu fékk plakatið með Gylfa, Rúnari og Megasi veglegan sess í stofunni. Svo er náttúrulega nauðsynlegt að hafa einn Örra upp á vegg. 'Eg bý nefnilega einn og ræð hvaða mynd er hvar. Við náðum þokkalegum degi hér í ýmsu snuddi sem sést ekki mikið en þarf samt að gera. Hvað geðheilsuna varðar, þá er hún í hreinskilni sagt svona upp og ofan, þó aðallega ofan þessa dagana. Jónas Þórisson nágranni minn , er að öðrum ólöstuðum, kjarkaðasti og kurteisasti maður sem ég hef kynnst. Hann var nefnilega hjá mér í mat og kláraði af disknum sínum. Annars hef ég nú trú á því að ég eigi eftir að koma til í eldamennskunni því ég hef bara nokkuð gaman af henni. Þarf að halda áfram að hitta lækninn til að koma betra skikki á kálið á mér, það er gott. 'Eg fæ reglulegar skammir frá félögunum fyrir ömurlega eða enga frammistöðu í kvennamálum. Allt hefur sinn tíma og þessari eyðimerkugöngu líkur einn daginn. Það verður þó ekki fyrr en hausinn er kominn í betra lag og svo þarf náttúrulega einhver að vilja mann. Hef nú tröllatrú á því að regluleg ljósabekkjanotkun og nýuppgötvaðir magavöðvar eigi eftir að hjálpa til á því sviði;) Það er alltaf jafn skrýtið að vera með harðsperrur í maganum útaf einhverju öðru en áti. Annars hlakka ég til að hafa alla krakkana hjá mér á þriðjudagsnótt og alla næstu helgi. 'Eg ítreka enn og aftur að ég virði skoðanir þeirra sem halda því fram að ég eigi að hætta þessum skrifum, en ég er harður á því halda þessu til streitu. 'Eg er nefnilega með plan. 'Eg ætla að verða vinsæll bloggari og gefa svo út bók um jólin sem allir kaupa og ég fæ fullt af verðlaunum og lof frá Páli Baldvin. Það ganga náttúrulega ekki öll plön upp, en ég held að þetta sé nokkuð hógvært og skothelt;)

 


'Isskápur óskast 2 hluti

Fékk símtal í gærkvöldi frá Birni Kjartanssyni vini mínum. Hann spyr mig hvurslags fábjáni og hlandhaus ég sé að vera að dásama lífið og enda svo færsluna á því að óska eftir ísskáp og reiðhjóli. 'Eg ætla að byrja uppá nýtt samkvæmt ráðleggingum Bjössa. 'I morgun vaknaði ég fullur kvíða. 'Eg var kvíðinn fyrir því að drekka spenvolga og súra mjólk enn einn daginn. Þurrt kornfleks er þreytandi til lengdar. Æ ég get þetta bara ekki. Byrjaði morguninn á að flísa þvottahúsið og fékk hann Blóma vin minn í kaffi, kærkomin truflun það. 'Atti frábæran dag í rvk með minni yndislegu einkadóttur. Þrammaði á eftir henni um gangana í RL vöruhúsi og jánkaði mæddur við hverju því sem henni datt í hug að bæta í körfuna. Hún stendur undir nafni sem prinsessa því hún hefur konunglegan smekk. Nú á ég óhreinatauskörfu, fullt af tuskum og viskastykkjum, ruslafötu, handklæði, eldhúsklukku( mjög nauðsynlegt að hennar mati)og plastílát og diska sem ég þarf sennilega að ímynda mér að séu fullir af mat næstu vikunnar. En þetta var hverrar krónu virði og rúmlega það. Ekki vorum við feðginin sérstaklega hrifin af Bauhaus, þeir höfðu skitnar 495kr útúr okkur. Það er hætt við að færeyski folinn hann Jákúp hjá RL vöruhúsi brosi eitthvað breiðar en þeir Bauhaus menn. Við fórum á hamborgarafabrikkuna að ósk dömunnar. Það var fínt eftir að betrumbættum borgarana okkar með kokteilsósu. Prófaði að gera eins og dóttir mín og brosa framan í alla sem ég mætti, fékk ekki sömu viðbrögð og hún, fólk var bara hrætt við mig. Skrýtið:) 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


ísskápur óskast;)

Mikið óskaplega er það nú góð tilfinning að hlakka til einhvers. 'Eg var búinn að gleyma þessari tilfinningu. 'Eg var búinn að eyða alltof löngum tíma í það að kvíða fyrir öllum sköpuðum og ósköpuðum hlutum. Er farinn að trúa fólki sem segir að hreyfing og gott mataræði sé mikilvægur hluti í lækningu á öllum kvillum. Hlutir sem mig áður kveið fyrir að gera eru nú orðnir að tilhlökkunarefni. 'Eg hlakka til að vakna, hlakka til að borða, hlakka til að vaska upp og hlakkar meira að segja til að fara á dolluna. Allt voru þetta hlutir sem ullu mér kvíða. 'A morgun ætla ég til Rvk með litlu ráðskonunni minni að versla í búið. Það er svo sannarlega tilhlökkunarefni. Hún er búinn að gera lista yfir það sem vantar og sá listi er alls ekki tæmandi, ekki viss um að buddunni minni hlakki jafn mikið til, en það sem prinsessan vill fær hún! Svoleiðis er það nú bara. Það er óskaplega hollt hverjum manni að finna núllpunktinn sinn. 'Eg held að ég sé búinn að finna minn. 'Eg finn mig vaxa og styrkjast með degi hverjum. Auðvitað eru ekki allir dagar humarfyllt nautalund, en þeim fjölgar. 'Eg er hægt og bítandi að spóla mig uppúr hjólförum kvíða og eftirsjár. 'Eg veit að það eiga eftir að verða misjafnir dagar í þessu ferli öllu saman, en ég styrkist við hverja mótbáru og verð á endanum Jón Páll geðheilbrigðisins, eða svona hér um bil. Sjálfstraustið er að koma til baka og ég er að verða pínu skotinn í mér(fæ eflaust skemmtileg comment á þetta). Hér eftir ætla ég að forðast hluti sem valda mér kvíða og harðlífi og einbeita mér að því skemmtilega í lífinu. Börnin mín, fjölskylda, golfið, vinirnir og Bjössi vinnuveitandi minn á góðum degi og ekki má gleyma skrifum mínum hér. Þetta er það sem gleður mig. Nú hefur bæst við ný manía sem er líkamsræktin, hún gleður líka. 'Eg veit að þetta er ekki barnaland en mig langar samt að óska eftir ísskáp með frystihólfi fyrir lítið:) Og reiðhjóli líka. Lifið geðheil

Minningarorð

Arg! 'Eg er með fullan ísskáp af lyfjum, allskonar lyfjum, nema eina lyfið sem vantar! Ofnæmislyf! Maí er ekki uppáhaldsmánuðurinn minn, hann stendur fyrir endalausar snýtingar og málhelti. Þið ættuð að heyra mig reyna að segja Huang Nubo, ekki að gera sig. Annars var dagurinn bara góður. Fór til doksa, kom heim og flísaði baðgólfið og fór í ræktina. Veit ekki hvort ég á að þakka líkamsræktinni eða minnkandi bjórneyslu það að kúturinn sem var framan á mér, er að hverfa. 'Eg á eftir að sakna hans svolítið. Það var gott á síðkvöldum að geta strokið honum og sagt honum hvernig mér liði og hvað ég ætti bágt. Hann hlustaði þögull á raunasögur mínar og setti ekki upp vandlætingarsvip. Hann gladdist og byrjaði allur að iða þegar hann heyrði hviss hljóðið. Þetta var hljóðið sem sagði: Feeding time! Nú hefur hann rýrnað og deyr fljótlega drottni sínum, því ekki lifir hann góðu lífi á skyri og ávöxtum. Nei, brauðsúpa er það sem hann vill og hún er ekki í boði þessa daganna. 'Eg vil þakka honum fyrir samfylgdina síðastliðin ár og kveð hann að sinni þar til við hittumst næst. Nú verð ég að sætta mig við að tala við frændsystkinin hans sex, sem lifðu í skugganum af honum öll þessi ár. Hann verður bara að skilja að ég er búinn að sakna frændsystkina hans sem eru kölluð six pack, því þau hef ég ekki séð svo árum skiptir. Þar til þú kveður mig endanlega litli kútur, skulum við njóta þess tíma sem við eigum eftir saman. Hver veit nema ég gefi þér nokkrar beikonsneiðar og eina dós af brauðsúpu um helgina. R.I.P kúturinn minn

forgjöf

Annar tími hjá lækninum góða. Við erum að reyna að kryfja hvers vegna ég, sem var fyrir mörgum árum mikil félagsvera, hafi reynt síðustu ár að finna allar mögulegar afsakanir undir sólinni til að sleppa mannamótum. Gamli Siggi var mikið útá við. Alltaf í heimsóknum og átti það til með ofvirkni sinni og athyglissýki sinni að hrífa fólk með sér í fölskvalausa gleði. Gamli Siggi var ekki gallalaus nema síður væri, og hann var ekki alltaf hlæjandi, en hann var miklu skemmtilegri en þessi leiðindaskarfur sem ég er nú að reyna að losna við. Að tala við hlutlausan aðila sem setur sig ekki í dómarasæti yfir manni og er bara þarna til að hjálpa er ótrúlega gott, og ég hefði átt að vera búinn að stíga þetta skref fyrir mörgum árum, en fortíðinni verður ekki breytt. Eitt af því sem ég lært í þessu ferli er sjálfsgagnrýni. Nú hrista eflaust margir hausinn og hugsa með sér: Bíddu er hann ekki í þessari krísu að miklu leyti vegna lágs sjálfsmats? Þarf að kenna þessum manni sjálfsgagnrýni? 'Eg er að tala um uppbyggilega sjálfsgagnrýni, að breyta litlum hlutum sem auðvelt er að breyta og bæta mann, eins og td mataræði, drykkjuvenjur og hreyfingu. 'Eg hef oft líkt lífinu við golf, og held því áfram. 'I golfi byrjarðu með háa forgjöf en með ástundun og æfingu nærðu að lækka hana. Þú færð ekki lækkun á forgjöf nema þú skilir inn skorkorti sem þarf að vera undirritað af einhverjum sem getur vottað að þú hafir spilað á þessu skori. 'I lífinu þurfum við að vanda okkur og ástunda það að verða að betri mönnum. Forgjafarlækkun í lífinu er vottuð af meðspilurunum rétt eins og í golfi. 'I lífinu ertu stöðugt að velja verkfæri sem henta hverju verkefni fyrir sig og í golfi ertu alltaf að velja kylfu sem hentar hverri lengd frá holu. Bæði í lífinu og golfinu velur maður stundum ranga kylfu, en þá bjargar maður sér bara á púttunum:) Lifið geðheil og gleðilegt golfsumar.

Maður getur fengið leið á því sem manni finnst gaman

Mín yndislega dóttir var hjá pabba sínum í dag. Hún opnaði ísskápinn og horfði á mig með slíkum undrunarsvip að ég þurfti að týna augun á henni uppúr gólfinu. 'Eg spyr hana af hverju hún sé svona  á svipinn. Pabbi! Þessir 3 bjórar eru búnir að vera hérna í ísskápnum heillengi, af hverju? Æi bara, mig hefur ekki langað í þá. Já segir hún, þetta er bara svona með margt sem manni finnst ógeðslega skemmtilegt, ef maður gerir of mikið af því, þá fær maður leið á því. Getur þú ekki gefið Jónasi þá?(Jónas er semsagt nágranni minn og leigusali) Nei, Jónas er löngu hættur að drekka. Hún horfir á mig með hneykslunarsvip og segir: Þetta er nú ljóta ástandið á ykkur. Bragð er að þá barnið finnur:)

Smátt gleður vesælan

Já það er smátt sem gleður vesælan. Svaf í 8 tíma í nótt og það gladdi mig mikið. Maður gleymir alltaf að gleðjast yfir þessum hlutum sem okkur þykja sjálfsagðir eins og nætursvefn. Þetta var aldrei nokkurn tíma vandamál hjá mér að geta ekki sofið, ég lagðist bara á koddann og sofnaði, flóknara var það ekki. Mér finnst ég vera kominn nær því að loka þessum kafla sem spannaði þriðjung ævi minnar. Margt gott tek ég með mér úr þessum kafla. Þarna lærði ég að elska. 'Eg elskaði þessa yndislega konu sem ég bjó með og ég elska börnin mín útaf lífinu og þau eiga eftir að verða rauði þráðurinn í gegnum alla bókina. 'I næsta kafla ætla ég að læra að elska sjálfan mig. Að þeim orðum slepptum þá ætla ég að skottast inná bað og fúga flísar. 'Eg byrja bara að elska mig á morgun;)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Magnús Sólmundsson

Höfundur

Sigurður Magnús Sólmundsson
Sigurður Magnús Sólmundsson
Höfundur er fráskilinn þriggja barna faðir í Biskupstungum. Uppalinn Hvergerðingur. Helstu áhugamál eru samvistir við börnin mín og golf. Er forfallinn Liverpool aðdáandi.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband