14.5.2012 | 21:50
Næstum útskrifaður
Næst síðasta viðtalið í morgun hjá mínum ágæta lækni. Við erum bæði nokkuð sátt við það sem henni hefur tekist að laga í mínu fársjúka sálartetri. Henni myndi nú sennillega ekki duga starfsaldurinn til að koma mér í fullkomið stand en það hefur heldur engum bílasmið tekist að breyta Trabant í Bens. Þetta verður sem sagt ekkert mikið betra. 'Eg komst nú samt að því í dag að hugsunin er komin svolítið langt fram úr hjartanu. Hvað meina ég með því? Jú, ég er farinn að hugsa fram í tímann og gera áætlanir útfrá þeim forsendum sem ég hef í dag, en hjartað er enn í fortíðinni. 'Eg trúi því að hjartað nái hugsuninni þegar fram líða stundir. Það sagði enginn að það ætti að vera auðvelt að skilja og það er það svo sannarlega ekki. Fólk er nú samt alltaf að gera þetta og flestir lifa bara ágætu lífi eftir skilnað. Það ætla ég líka að gera. Hér eftir mun ég leggja mig fram um það að gera ekki sömu mistök og ég gerði. 'Eg get því miður, ekki frekar en aðrir, breytt fortíðinni. 'Eg get samt reynt að verða betri maður og forðast að fara villu vegar. Það er erfitt að breyta fólki en fyrst ég gat breyst svona mikið til hins verra, þá hlýt ég að geta breyst til hins betra. Hver er sinnar gæfu smiður og ég ætla að reyna að fínsmíða mína með hjálp fjölskyldu og vina. Það hefur verið tilhneiging mín að horfa fram hjá góðum hlutum sem eru að gerast í kringum mig en hér eftir ætla ég koma auga á þá með vökulu auga. Þessi pistlaskrif mín munu sennilega brátt taka enda þar sem ég hef verið að nota þau í læknandi tilgangi. Nú sé ég nefnilega fram á að ég þurfi ekki lengur að ausa úr sorphaug sálarinnar þar sem sá haugur er nú hverfandi. Einhverja pistla ætla ég þó að skrifa í viðbót. 'Eg ætla að enda þennan pistil á orðum Margeirs Orra Einarssonar: 'Eg heiti Sigurður Magnús Sólmundarson og ég er í góðum bata og fullkomnu jafnvægi! Lifið geðheil.
Um bloggið
Sigurður Magnús Sólmundsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kallinn er bara lang flottastur :)
Bragi Jónsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 22:46
Góður Siggi,en aðeins náðir þú að særa mitt hjarta,,,,,Benz er skrifað með Z ;)
Blómi (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 23:22
úps, sorry blómi en er það ekki bens á íslensku? :)
Sigurður Magnús Sólmundsson, 14.5.2012 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.