18.5.2012 | 19:40
Allt eins og það á að vera.
Allt komið í ró. Krakkarnir búin að borða og horfa á múmínálfana. Unglingurinn á heimilinu á útstáelsi. Við erum ekki nógu töff. 'I gegnum kliðinn frá snorkstelpunni og míu litlu heyrist veikt hljóð í Ingó veðurguð að mjálma" Ef ég ætti konu". Þetta er síminn minn. Hinum megin á línunni er Gísli Tómasson að tilkynna mér að Gylfi, Rúnar og Megas séu að spila á kaffi rós. Þetta vissi ég vel og en það er pabbahelgi. Við ákváðum að fara næst þegar þeir væru í uþb 200 km radíus frá okkur. 'Eg er í leiðinlega góðu jafnvægi og ég held að skáldagyðjan sé farin að halda fram hjá mér með einhverjum öðrum. 'Eg er nú samt að vona að hún komi til baka og sjái að grasið er ekki grænna hinum megin við lækinn. 'Eg er nefnilega byrjaður á bókinni. Þetta verður einhver leiðinlegasta skrudda íslenskrar bókmenntasögu ef innblásturinn fer ekki að aukast. Þessum bloggfærslum mínum fer nú líklega að fækka ört. 'Eg ætla að einbeita mér að bókinni. Það er svo lítið að gerast í mínu lífi um þessar mundir að það er engan veginn fréttnæmt. Það nennir enginn að lesa um samanbrotinn þvott og skúringar. Ekki nenni ég að vera eins og Hildur Lillendal og Eiður Guðnason, reyna að leita uppi kalla sem hata konur og málfræðivillur hjá fjölmiðlafólki. Þetta hljóta að vera ókrýndur kóngur og drottning leiðindanna á 'Islandi. Eða á ég að segja kóngur og kóngur eða drottning og drottning? 'Eg gæti lent á lista yfir karla sem hata konur fyrir að kynbinda fólk svona. 'Eg sem er þekktur fyrir takmarkalausa ást mína á kvenþjóðinni. Það er eitthvað svo vinalegt að sitja við eldhúsborðið með bolla af skógarberjatei og skrifa með óminn af blessuðum múmíálfunum í bakgrunni. Það eru þessir litlu hlutir sem við gleymum að vegsama. Þeir eru ómissandi í hinu stóra samhengi. Lifið geðheil:)
Um bloggið
Sigurður Magnús Sólmundsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.