forgjöf

Annar tími hjá lækninum góða. Við erum að reyna að kryfja hvers vegna ég, sem var fyrir mörgum árum mikil félagsvera, hafi reynt síðustu ár að finna allar mögulegar afsakanir undir sólinni til að sleppa mannamótum. Gamli Siggi var mikið útá við. Alltaf í heimsóknum og átti það til með ofvirkni sinni og athyglissýki sinni að hrífa fólk með sér í fölskvalausa gleði. Gamli Siggi var ekki gallalaus nema síður væri, og hann var ekki alltaf hlæjandi, en hann var miklu skemmtilegri en þessi leiðindaskarfur sem ég er nú að reyna að losna við. Að tala við hlutlausan aðila sem setur sig ekki í dómarasæti yfir manni og er bara þarna til að hjálpa er ótrúlega gott, og ég hefði átt að vera búinn að stíga þetta skref fyrir mörgum árum, en fortíðinni verður ekki breytt. Eitt af því sem ég lært í þessu ferli er sjálfsgagnrýni. Nú hrista eflaust margir hausinn og hugsa með sér: Bíddu er hann ekki í þessari krísu að miklu leyti vegna lágs sjálfsmats? Þarf að kenna þessum manni sjálfsgagnrýni? 'Eg er að tala um uppbyggilega sjálfsgagnrýni, að breyta litlum hlutum sem auðvelt er að breyta og bæta mann, eins og td mataræði, drykkjuvenjur og hreyfingu. 'Eg hef oft líkt lífinu við golf, og held því áfram. 'I golfi byrjarðu með háa forgjöf en með ástundun og æfingu nærðu að lækka hana. Þú færð ekki lækkun á forgjöf nema þú skilir inn skorkorti sem þarf að vera undirritað af einhverjum sem getur vottað að þú hafir spilað á þessu skori. 'I lífinu þurfum við að vanda okkur og ástunda það að verða að betri mönnum. Forgjafarlækkun í lífinu er vottuð af meðspilurunum rétt eins og í golfi. 'I lífinu ertu stöðugt að velja verkfæri sem henta hverju verkefni fyrir sig og í golfi ertu alltaf að velja kylfu sem hentar hverri lengd frá holu. Bæði í lífinu og golfinu velur maður stundum ranga kylfu, en þá bjargar maður sér bara á púttunum:) Lifið geðheil og gleðilegt golfsumar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Siggi minn, mikið rosalega er gaman að lesa bloggið þitt. Þótt þú sért "leiðindaskarfur" og maður les um barráttu þína að losa þig við "leiðindaskarfinn" þá hlæ ég hérna upphátt að blogginu þínu. Þú ert náttúrlega frábær penni! Og frábær manneskja :) Hló einnig upphátt þegar ég sá Sólmund bróður þinn í anda finna "réttu" fötin hahahha :)

Knús á þig

Júlía Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 11:46

2 Smámynd: Sigurður Magnús Sólmundsson

Takk Júlía mín:)

Sigurður Magnús Sólmundsson, 9.5.2012 kl. 12:05

3 identicon

Ég verð að segja eins og Júlía að ég hef oft hlegið upphátt að blogginu þínu, hef reyndar ekki fengð að kynnast leiðindaskarfinum en ég þekki gamla Sigga og kann barasta mjög vel við hann :) gangi þér vel í leitinni að honum og sjálfum þér ef það er ekki sami maðurinn

Áfram þú

Sif Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 12:34

4 identicon

Flott skrif hjá þér Siggi. Gangi þér allt í hagin :)

Bragi Jónsson (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Magnús Sólmundsson

Höfundur

Sigurður Magnús Sólmundsson
Sigurður Magnús Sólmundsson
Höfundur er fráskilinn þriggja barna faðir í Biskupstungum. Uppalinn Hvergerðingur. Helstu áhugamál eru samvistir við börnin mín og golf. Er forfallinn Liverpool aðdáandi.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 499

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband