ísskápur óskast;)

Mikið óskaplega er það nú góð tilfinning að hlakka til einhvers. 'Eg var búinn að gleyma þessari tilfinningu. 'Eg var búinn að eyða alltof löngum tíma í það að kvíða fyrir öllum sköpuðum og ósköpuðum hlutum. Er farinn að trúa fólki sem segir að hreyfing og gott mataræði sé mikilvægur hluti í lækningu á öllum kvillum. Hlutir sem mig áður kveið fyrir að gera eru nú orðnir að tilhlökkunarefni. 'Eg hlakka til að vakna, hlakka til að borða, hlakka til að vaska upp og hlakkar meira að segja til að fara á dolluna. Allt voru þetta hlutir sem ullu mér kvíða. 'A morgun ætla ég til Rvk með litlu ráðskonunni minni að versla í búið. Það er svo sannarlega tilhlökkunarefni. Hún er búinn að gera lista yfir það sem vantar og sá listi er alls ekki tæmandi, ekki viss um að buddunni minni hlakki jafn mikið til, en það sem prinsessan vill fær hún! Svoleiðis er það nú bara. Það er óskaplega hollt hverjum manni að finna núllpunktinn sinn. 'Eg held að ég sé búinn að finna minn. 'Eg finn mig vaxa og styrkjast með degi hverjum. Auðvitað eru ekki allir dagar humarfyllt nautalund, en þeim fjölgar. 'Eg er hægt og bítandi að spóla mig uppúr hjólförum kvíða og eftirsjár. 'Eg veit að það eiga eftir að verða misjafnir dagar í þessu ferli öllu saman, en ég styrkist við hverja mótbáru og verð á endanum Jón Páll geðheilbrigðisins, eða svona hér um bil. Sjálfstraustið er að koma til baka og ég er að verða pínu skotinn í mér(fæ eflaust skemmtileg comment á þetta). Hér eftir ætla ég að forðast hluti sem valda mér kvíða og harðlífi og einbeita mér að því skemmtilega í lífinu. Börnin mín, fjölskylda, golfið, vinirnir og Bjössi vinnuveitandi minn á góðum degi og ekki má gleyma skrifum mínum hér. Þetta er það sem gleður mig. Nú hefur bæst við ný manía sem er líkamsræktin, hún gleður líka. 'Eg veit að þetta er ekki barnaland en mig langar samt að óska eftir ísskáp með frystihólfi fyrir lítið:) Og reiðhjóli líka. Lifið geðheil

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef undanfarið verið að spá í hvað er að vera heilbrigður ?? er það að gera alla hluti rétt ? og eða rétt fyrir hvern ? sjálfan sig eða aðra ? er heilbrigðt að vilja eiga allt ? eða hvort á að lifa í fortíð, nútíð eða framtíð ? hver er eðlilegur ? er til mælikvarði á heilbrigði ?ég ætla að leggjast í djúpar pælingar á næstunni og finna svar við þessum spurningum. En eitt veit ég nú þegar,,,,ég þekki fullt af fólki sem ætti að ganga sömu sporin og þú Siggi sem þú ert að gera þessa daganna,fara í sjálfskoðun og í framhaldi uppbyggingu á sál og líkama.Ég er stoltur af þér Siggi ;)

Blómi. (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 22:01

2 Smámynd: Sigurður Magnús Sólmundsson

Takk Blómi minn, þú ert svo mikið rassgat:)

Sigurður Magnús Sólmundsson, 10.5.2012 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Magnús Sólmundsson

Höfundur

Sigurður Magnús Sólmundsson
Sigurður Magnús Sólmundsson
Höfundur er fráskilinn þriggja barna faðir í Biskupstungum. Uppalinn Hvergerðingur. Helstu áhugamál eru samvistir við börnin mín og golf. Er forfallinn Liverpool aðdáandi.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 499

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband